Jarðskjálftahrina í Öxarfirði

Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti af stærð 3,6 varð kl. 04:01 í nótt og átti upptök í Öxarfirði, um 12 km vestsuðvestur af Kópaskeri, samkvæmt upplýsingum frá jarðvársviði Veðurstofu Íslands.

Skjálftinn fannst á Kópaskeri og bárust tilkynningar til Veðurstofunnar. Tveir skjálftar um 3 að stærð voru á sömu slóðum kl. 03:26 og 04:03. 

Jarðskjálftahrina hefur verið viðvarandi í Öxarfirði undanfarna daga og í nótt jókst skjálftavirknin á ný. Frá miðnætti hafa mælst á þriðja hundruð skjálftar. Jarðskjálftahrinur eru ekki óalgengar á þessu svæði, segir í tilkynningu Veðurstofunnar.

 Uppfært 10:24
Upphaflega stóð í fréttinni að jarðskjálftinn hefði verið 3,3 að stærð. Við nákvæmari yfirferð veðurstofu kom í ljós að hann var 3,6 að stærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert