Styttist í Íslensku vefverðlaunin

Eve Online er tilnefnt í flokki markaðsherferða á netinu.
Eve Online er tilnefnt í flokki markaðsherferða á netinu.

Tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna 2015 hafa verið gerðar opinberar. Fimm eru tilnefndir í hverjum flokki fyrir sig en hátíðin verður haldin í 15. sinn í Gamla bíói 29. janúar næstkomandi.

Hér er listinn yfir þá tilnefndu.

Alls bárust rúmlega 180 tilnefningar sem er mun meira en í fyrra þegar um 130 bárust.

Hugleikur verður kynnir 

Hugleikur Dagsson verður kynnir á hátíðinni. Þar verður svipt hulunni af dómnefndinni. Hún var valin eftir innsendingum félagsaðila og annarra velunnara Samtaka vefiðnaðarins.

„Þetta er hálfgerð árshátíð þeirra sem vinna í bransanum. Mismunandi vefdeildir hittast, bera saman bækur sínar og ræða um þróun í vefmálum. Þetta er gott tækifæri fyrir fólk að hittast, stinga saman nefjum og búa til tengslanet,“ segir Unnur Mjöll Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka vefiðnaðarins.

250 manna eftirpartí á Hallveigarstíg 

Verðlaunaafhendingin í Gamla bíói hefst klukkan 17. Hún stendur yfir í um tvær klukkustundir og eftir það verður förinn heitið á Hallveigarstíg 1. Þar verður haldið eftirpartí og komast 250 manns í húsið. DJ Margeir þeytir skífum. „Við höfum beðið fyrirtæki í vefiðnaðinum um að styrkja viðburðinn á Hallveigarstíg og þar verður vonandi mikið stuð,“ segir Unnur Mjöll.

Grínistinn og rithöfundurinn Hugleikur Dagsson verður kynnir.
Grínistinn og rithöfundurinn Hugleikur Dagsson verður kynnir. mbl.is/Ernir Eyjólfsson
Unnur Mjöll Leifsdóttir, framkvæmdastjóri SVEF.
Unnur Mjöll Leifsdóttir, framkvæmdastjóri SVEF. Mynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert