Umferð eykst vegna umsvifa

Vaðlaheiðargöng leysa að hluta til af veginn um Víkurskarð.
Vaðlaheiðargöng leysa að hluta til af veginn um Víkurskarð. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Víkurskarð er annar fjölfarnasti fjallvegur landsins. Hefur svo verið frá því um hrun er vegurinn tók fram úr Holtavörðuheiði. Umferðin jókst meira um Víkurskarð á síðasta ári en um Holtavörðuheiði.

Hellisheiði er langfjölfarnasti fjallvegur landsins. Um hann fóru að meðatali 6.803 ökutæki á sólarhring á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum sem Vegagerðin hefur birt. Um Víkurskarð fór að meðaltali 1.351 ökutæki og 1.215 um Holtavörðuheiði.

Umferð jókst almennt um fjallvegina. Ef umferðin um Holtavörðuheiði og Víkurskarð er borin saman sést að meiri aukning er um Víkurskarð. Mælingarnar gefa engar skýringar en Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, nefnir aukin umsvif austan Vaðlaheiðar sem líklegustu skýringu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert