Hæstiréttur lengir farbann Hollendings

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti

Hæstiréttur dæmdi fjórða manninn í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kom upp í september áfram í farbann til 16. febrúar. Héraðsdómur hafði áður talið rétt að farbannið væri aðeins til 2. febrúar. Maðurinn er hollenskur ríkisborgari, en áður hafði farbann yfir samlanda hans og tveimur Íslendingum verið staðfest til 16. febrúar. Taldi héraðsdómur að í ljósi þess langa tíma sem liðinn væri frá því að málið kom upp og samvinnu mannsins væri rétt að marka farbanninu skemmri tíma. Því var Hæstiréttur ósammála.

Mennirnir fjórir eru grunaðir um brot sem geta varðað við allt að tólf ára fang­elsi. Í úr­sk­urði héraðsdóms um far­bannið kem­ur fram að rann­sókn lög­reglu sé vel á veg kom­in en hún bein­ist meðal ann­ars að því að hafa uppi á sam­verka­mönn­um kærðu í Hollandi. Rann­sókn­in fari meðal ann­ars fram í sam­starfi við lög­reglu þar og ann­ars staðar.

Talið er að efn­un­um hafi verið smyglað til lands­ins með Nor­rænu sem kom til Seyðis­fjarðar 22. sept­em­ber í fyrra. Lög­regl­an stöðvaði síðar bíl sem efn­in voru fal­in í og voru fjór­menn­ing­arn­ir hand­tekn­ir í tengsl­um við málið.

Fjölskylda fjórða mannsins sem málið í dag náði til, leitaði hans en þá sat hann í einangrun hér á landi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert