Kalt malbik orsakar holurnar

Algeng sjón á götum Reykjavíkurborgar.
Algeng sjón á götum Reykjavíkurborgar.

„Þetta lítur verr út en í fyrra,“ segir Ólafur Guðmundsson, varaformaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), um ástand gatna Reykjavíkurborgar sem nú koma óðum undan snjó og klaka undanfarinna mánaða.

Malbikið reynist mjög holótt og rásir í götum miklar og djúpar. Á árinu 2015 var svipað ástand á götunum og urðu margir borgarbúar fyrir tjóni á bílum sínum af þeim sökum.

„Við áttum von á þessu, því í fyrra var alveg fyrirséð að það þyrfti að malbika mikið og það var aðeins aukið við hjá Vegagerðinni eða borginni en alls ekki nóg,“ bætir hann við – en það tæki þrjú ár með tvöfalt meiri malbikun en í fyrra að fá göturnar aftur í lag, að því er fram kemur í umfjöllun um ástandið á götum borgarinnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert