Landsbankinn færi öðruvísi að næst og hefði söluferlið opið

„Við í Landsbankanum höfum hlustað og tekið mark á gagnrýninni á söluferlið á Borgun. Við höfum sagt að við hefðum betur haft söluferlið opið, þrátt fyrir annmarka. Það er ljóst að verði bankinn aftur í sömu eða svipaðri aðstöðu munum við fara öðruvísi að og hafa söluferlið opið.“

Þetta segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, m.a. í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann svarar fyrir þá gagnrýni sem bankinn hefur sætt vegna sölu á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun árið 2014.

Steinþór segir að bankinn muni að sjálfsögðu koma fyrir nefnd Alþingis verði þess óskað en í blaðinu í dag segir Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að hér sé „mjög stórt og alvarlegt mál“ á ferðinni. Þá segir Steinþór í grein sinni að ef Fjármálaeftirlitið (FME) ákveði að rannsaka málið geri bankinn ekki athugasemdir við það.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert