Rannsókn banaslyss stendur yfir

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Rannsókn á tildrögum banaslyss sem varð í Reykjanesbæ í gær stendur yfir. Lögreglan á Suðurnesjum segir að ekki sé hægt að greina frá nafni hins látna ökumanns að svo stöddu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. 

Þar segir að lögreglunni hafi kl. 16:55 í gær borist tilkynning um árekstur á Njarðarbraut í Reykjanesbæ við gatnamót Njarðarbrautar og Tjarnarbrautar. Þar varð harður árekstur á milli tveggja bifreiða. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar lést. 

Slæm veðurskilyrði

„Veðurskilyrði voru slæm þegar slysið varð, myrkur, rigning og talsverður vindur.  Allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs- og sjúkraflutninga kom á staðinn ásamt lækni en vegfarendur reyndu endurlífgun þar til björgunaraðilar komu og tóku við.

Vinna á vettvangi tók þrjá klukkutíma og var gatan lokuð á meðan. Fulltrúi frá rannsóknarnefnd samgönguslysa kom á staðinn.

Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna ökumanns þar sem enn er unnið að því að tilkynna nánustu ættingjum um banaslysið.

Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir,“ segir í tilkynningu lögreglustjórans.

Banaslys í Reykjanesbæ

Al­var­legt slys í Reykja­nes­bæ

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert