Tækið enn og aftur bilað

Sjúklingar sem þurfa að leita þjónustu á bráðamóttöku geta af …
Sjúklingar sem þurfa að leita þjónustu á bráðamóttöku geta af þessum orsökum vænst lengri biðtíma en ella. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Enn einu sinni hefur orðið bilun hefur orðið í tölvusneiðmyndatæki Landspítala í Fossvogi. Beðið er varahlut og áætlað að viðgerð ljúki í síðasta lagi á mánudag.

Í tilkynningu frá Landspítalanum segir að vegna þessa ástands hafi viðbragðsáætlun verið virkjuð sem miði að því að tryggja öryggi sjúklinga eftir því sem kostur er og verða allir sjúklingar sem þurfa rannsókn í tölvusneiðmyndatæki fluttir á Landspítala við Hringbraut.

Viðbragðsáætlunin er í samstarfi við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um sjúkraflutninga.

Sjúklingar sem þurfa að leita þjónustu á bráðamóttöku geta af þessum orsökum vænst lengri biðtíma en ella.

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hafa sjúkraflutningar gengið vel í dag. 

Frétt mbl.is: Tækið enn einu sinni bilað

Páll Matthíasson, forstjóri Landsspítalans, sagði í pistli sínum sem birtur var á vef spítalans nú síðdegis að áfram væri afar mikið álag á bráðadeildum spítalans og og bráðamót­töku. Mikið aðstreymi sjúk­linga sé til spít­al­ans og út­skrift­ir fullmeðhöndlaðra sjúk­linga ekki sem skyldi.

„Ég veit að víða hef­ur keyrt al­ger­lega um þver­bak í álagi á starfs­fólk og þó það sé létt í vasa vil ég þakka ykk­ur öll­um fag­mennsku og yf­ir­veg­un við þess­ar erfiðu aðstæður,“ skrif­aði Páll.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert