Fjórir ökumenn í vímu í umferðinni

mbl.is/Júlíus

Þrír ölvaðir ökumenn og einn sem var undir áhrifum fíkniefna voru stöðvaðir í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Allir voru þeir látnir lausir að lokinni blóðtöku. Sá sem ók undir áhrifum fíkniefna var próflaus þar sem hann var sviptur ökuréttindum.

Brotist var inn í bifreið á Laugavegi um miðnætti en hvorki liggur fyrir hvort einhverju hafi verið stolið né heldur hver var þarna á ferðinni.

Brotnar voru rúður í tveimur bifreiðum við Vatnsmýrarveg á öðrum tímanum í nótt. Svo virðist sem tilgangurinn hafi verið að eyðileggja því engu var stolið úr bílunum.

Skömmu fyrir miðnætti fékk lögreglan tilkynningu um rúðubrot í íbúð í vesturbæ. Ekki heldur vitað hver var þar á ferðinni.

Lögreglan kom eldri manni á slysadeild sem datt utandyra í nótt. Ekki kemur fram í dagbók lögreglunnar hversu alvarleg meiðsl hans voru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert