Okurlánararnir mættu brýnni þörf

Ásgeir Jónsson, hagfræðingur.
Ásgeir Jónsson, hagfræðingur.

Um miðja síðustu öld var aðgengi að lánsfé lítið sem ekkert fyrir íslenskan almenning og mörg fyrirtæki. Það skapaði eftirspurn eftir okurlánum sem báru allt að 60% ársvexti. Slík lán voru ólögleg en víðtæk.

Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og nýr deildarforseti hagfræðideildar, fjallar um okurlánarana í stuttri bók, Okurmálin í Austurstræti, sem kom út í desember með stuðningi verðbréfafyrirtækisins Virðingar. Hún er aðgengileg á vef félagsins.

Í bókinni eru tvær greinar. Sú fyrri snýr að gjaldþroti Blöndalsbúðar, stærstu fataverslunar landsins, í Austurstræti árið 1955. Rekstrinum hafði verið haldið á floti með okurlánum á 30-60% ársvöxtum. Gjaldþrotið kveikti ákafa þjóðfélagsumræðu sem varð til þess að Alþingi skipaði rannsóknarnefnd til að fjalla um okur. Á eftir fylgdu húsleitir, handtökur og loks voru fjórir menn dæmdir fyrir ólöglega vaxtatöku.

Sú seinni lýsir bankahruni hinu fyrra árið 1930 þegar Íslandsbanki varð gjaldþrota og Útvegsbankinn var stofnaður. Ásgeir segir þetta þrot hafa orðið tilefni pólitískrar yfirtöku á bankakerfinu sem var fylgt eftir með setningu fjármagnshafta 1931 og lögsetningu vaxta 1933.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert