„Þetta eru vonbrigði“

Sjúkrahótelið við Ármúla.
Sjúkrahótelið við Ármúla. mbl.is/Golli

„Þetta eru vonbrigði,“ segir Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, en Heilsumiðstöðin/Sinnum, sem rekur Sjúkrahótelið í Ármúla, hefur sagt upp samningi sínum við SÍ um gistingu og hótelþjónustu vegna sjúkrahótels.

„Þau skýra sína afstöðu mjög vel og ekki annað að segja en að maður sýni því fullan skilning hvernig þau rökstyðja uppsögnina,“ segir hann einnig en ekki hafi farið á milli mála að ágreiningur um útfærsluna á þjónustunni hafi verið farinn að bitna á rekstraraðila hótelsins. „Mér þótti það ómaklegt.“

Landspítalinn, sem ber ábyrgð á rekstri hjúkrunarþjónustu á Sjúkrahótelinu, hefur farið fram á þjónustu sem ekki er kveðið á um í samningi milli SÍ og Heilsumiðstöðvarinnar um rekstur Sjúkrahótelsins og hefur það valdið togstreitu á milli aðilanna.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði málið koma á óvart. „Þetta er eitthvað sem ráðuneytið þarf að fara yfir með Landspítalanum og Sjúkratryggingum Íslands.“ Stefnumörkun ríkisstjórnarinnar sé sú að sjúklingum sé tryggður aðgangur að þjónustu sem þessari og það hafi ekki breyst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert