Vilja reisa eftirmynd höfðingjaseturs frá miðöldum

Reykholt á miðöldum. Tilgátuteikning Godds er byggð á fornleifarannsóknum í …
Reykholt á miðöldum. Tilgátuteikning Godds er byggð á fornleifarannsóknum í Reykholti og myndum af norskum miðaldahúsum. Teikning/Guðmundur Oddur Magnússon

Hugmynd er uppi um að reisa eftirmynd af höfðingjasetri frá miðöldum í landi Helgafells í Mosfellsbæ, við gatnamót Vesturlandsvegar og Þingvallavegar.

Halldór Þorgeirsson og Úlfur Hróbjartsson hafa óskað eftir leyfi bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ til að hafa slíka starfsemi á staðnum. Bæjarráð fól bæjarstjóra að ræða málið við Halldór og Úlf, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Í erindi þeirra félaga kemur fram að ætlunin sé að reisa skála, kirkju, smiðju og ritstofu eins og þau kunna að hafa verið við upphaf ritaldar 1130. „Í húsunum verður lifandi sýning, þar sem handverksmenn sýna handverk sitt og lifandi leiðsögn leiðir fólk um svæðið. Á þennan hátt fá gestir innsýn í heim íslenskra miðalda, verklag, lifnaðarhætti og menningu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert