Bæta við mannskapinn í kvöld

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Mikill erill hefur verið við sjúkraflutninga hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu frá því á föstudaginn, meðal annars vegna bilunar í tölvusneiðmyndatæki Landspítalans í Fossvogi.

Frá klukkan hálfátta í morgun hafa flutningarnir verið um 55 og stefnir í að þeir nái álíka fjölda þennan sólarhringinn og þeir náðu í gær, eða um 90.

Á föstudaginn var enn meiri erill.

Að sögn slökkviliðsins hafa flutningarnir þó gengið vel með breyttu skipulagi. Enginn auka mannskapur var nauðsynlegur yfir helgina en í kvöld verður þó einn sjúkraflutningamaður kallaður út til viðbótar þar sem sunnudagskvöld vill oft vera álagspunktur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert