„Fer rangt með allar staðreyndir“

Kolbrún Hrund Víðisdóttir, framkvæmdastjóri Hótels Íslands.
Kolbrún Hrund Víðisdóttir, framkvæmdastjóri Hótels Íslands. FKA

Kolbrún Hrund Víðisdóttir, framkvæmdastjóri Hótels Íslands, segir að Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, takist í pistli sínum að fara rangt með allar staðreyndir málsins varðandi rekstur Sjúkrahótelsins í Ármúla.

Í athugasemd sem Kolbrún sendi á mbl.is kemur fram að Árni Páll haldi því fram að engin vitræn þjónustuskilgreining sé á bak við samning Sjúkratrygginga Íslands við sjúkrahótelið en það sé ekki rétt. 

Hið rétta sé að samningurinn hafi verið gerður í kjölfar útboðs sem SÍ unnu í samvinnu við Landspítala og velferðarráðuneyti undir umsjón Ríkiskaupa. Markmiðin séu skýr og leiðarljósið að Íslendingar hafi sem jafnast aðgengi að heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu.

Kolbrún segir að Árni Páll haldi því fram að Landspítalinn hafi sjálfur rekið sjúkrahótelsþjónustuna á árum áður en það sé ekki rétt. Rauði krossinn hafi hins vegar starfrækt sjúkrahótel við Rauðarárstíg frá árinu 1974. Foss hótel hafi keypti hótelið af Rauða krossinum árið 2004. Landspítalinn hafi annast hjúkrunarþjónustuna á hótelinu en Fosshótel annaðist hótel- og veitingareksturinn. Þegar samningurinn rann út árið 2010 var hótel- og veitingaþjónustan boðin út og samið við Hótel Ísland.

Kolbrún gerir fjölmargar athugasemdir við pistil Árna Páls en hægt er að lesa þær hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert