Játaði á sig manndráp

Lögreglumenn leiða árásarmanninn í burtu í október í fyrra.
Lögreglumenn leiða árásarmanninn í burtu í október í fyrra. mbl.is/Júlíus

Karlmaður á fertugsaldri játaði sök þegar mál gegn honum vegna manndráps í búsetukjarna Reykjavíkurborgar við Miklubraut í október var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann er ákærður fyrir að hafa stungið mann á sextugsaldri 47 sinnum með hnífi.

Manndrápið átti sér stað að kvöldi fimmtudagsins 22. október í fyrra. Báðir mennirnir bjuggu í húsinu. Í ákærunni kemur fram að ákærði hafi stungið fórnarlambið 47 stingum í líkamann. Hnífurinn hafi meðal annars gengið inn í hjarta og lifur mannsins sem hlaut bana af.

Auk refsingar vegna manndrápsins gerir ríkissaksóknari kröfu um að maðurinn sæti öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Einkaréttarkrafa er einnig uppi í málinu og hljóðar upp á þrjár milljónir króna í skaðabætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert