Landeyjahöfn mikilvæg komi til rýmingar

Eyjagosið 1973, þá opnaðist eldsprungan aðfaranótt 23. janúar.
Eyjagosið 1973, þá opnaðist eldsprungan aðfaranótt 23. janúar. mbl.is/Ólafur K. Magnússon

„Ekki er hægt að ganga að því vísu að fiskiskipaflotinn sé í höfn ef eitthvað kemur upp á og rýma þarf bæinn líkt og gerðist í gosinu 1973,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja.

Á laugardaginn kynnti Páley Borgþórsdóttir, lögrelgustjóri lögregluumdæmisins í Vestmannaeyjum, sérstaka viðbragðs- og rýmingaráætlun fyrir bæinn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Við erum að leggja lokahönd á þessa sérstöku viðbragðsáætlun fyrir bæinn og sáum fyrir okkur að samþykkja hana laugardaginn 23. janúar þegar 43 voru liðin frá upphafi gossins. Það náðist ekki en við vildum engu að síður kynna drögin að henni fyrir íbúum á þessum degi,“ segir Páley en þetta er fyrsta sérstaka viðbragðsáætlunin sem unnin er fyrir Vestmannaeyjar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert