Með yfir 500 kannabisplöntur í ræktun

Maðurinn var með yfir fimm hundruð kannabisplöntur. Mynd úr safni.
Maðurinn var með yfir fimm hundruð kannabisplöntur. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Maður var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot . Maðurinn hafði í janúar á síðasta ári í vörslum sínum á Seltjarnarnesi yfir 500 kannabisplöntur í sölu og dreifingaskyni sem hann hafði um nokkur skeið ræktað.

Maðurinn játaði brot sín skýlaust fyrir dómi og er játning hans studd sakargögnum. Þá var 521 kannabisplanta gerð upptæk ásamt þremur loftdælum, níu ballestum, þrettán lampaskermum, næringarmæli, PH-mæli og loftsíu.

Þá var manninum gert að greiða 796.869 krónur í sakarkostnað og málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns.

Hér má sjá dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í heild sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert