Skattskyldar að óbreyttu

Talið er að fimmtungur leigjenda greiði a.m.k. 40% af ráðstöfunartekjum …
Talið er að fimmtungur leigjenda greiði a.m.k. 40% af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæði. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Húsnæðisbætur sem leysa eiga húsaleigubætur af hólmi verða að óbreyttu skattskyldar tekjur hjá þeim sem veita þeim viðtöku.

Þetta kemur fram í umsögn Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra um frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra sem er til umfjöllunar í velferðarnefnd Alþingis.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag bendir Skúli Eggert á að í frumvarpinu sé ekki að finna ákvæði um undanþágu og að „hinar nýju bætur teljast skattskyldar tekjur hjá þeim sem veittu þeim viðtöku“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert