Hús Vigdísarstofnunar verður tilbúið í árslok

Framkvæmdir við hús Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur hafa gengið hratt fyrir …
Framkvæmdir við hús Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur hafa gengið hratt fyrir sig frá því fyrsta skóflustungan var tekin 8. mars í fyrra. mbl.is/Golli

Góður gangur er í framkvæmdum við hús Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur á horni Suðurgötu og Brynjólfsgötu í Reykjavík. Auður Hauksdóttir prófessor, forstöðumaður stofnunarinnar, segir að örlitlar tafir hafi þó orðið á framkvæmdum.

Taka átti húsið í notkun í október á þessu ári, en það frestast til áramóta. „Það þýðir að kennsla hefst ekki í húsinu fyrr en haustið 2017, en starfsmenn flytja þó inn og hefja undirbúning að sýningum og annarri starfsemi,“ segir Auður í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Í gær undirrituðu forsvarsmenn ellefu stórra fyrirtækja úr íslensku atvinnulífi og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, samninga um veglega styrki til stofnunarinnar. Fyrirtækin eru Landsbankinn, Icelandair Group, Radisson Blu Hótel Saga, Arion banki, Alvogen, Bláa lónið, Kvika, Reginn, Íslandsbanki, Íslandshótel og N1. Styrkirnir eru allir nema einn til þriggja ára og nema árleg framlög frá 500 þúsundum til tveggja milljóna króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »