Viltu fljúga með Kim Kardashian?

Bombardier Q400 vél Flugfélags Íslands.
Bombardier Q400 vél Flugfélags Íslands. Ljósmynd/Flugfélag Íslands

Tæplega 6.000 tillögur bárust í samkeppni um nöfn á flugvélar Flugfélags Íslands, en tilefnið er viðbót þriggja Bombardier Q400 véla í flugþota félagsins. Tillögurnar voru margar frumlegar, en einn þátttakandi lagði t.d. til að vélarnar yrðu nefndar í höfuðið á Kardashian-systrum.

„Við erum að sjálfsögðu í skýjunum yfir þessari frábæru þátttöku og okkar bíður mikið verk að velja bestu nöfnin. Áhuginn endurspeglar líka áhuga fólks á málinu, sem við skynjuðum strax í upphafi. Við ætlum okkur að nefna allar þær fimm flugvélar sem verða í flugflota Flugfélagsins þegar þessar nýju verða komnar heim,“ er haft eftir Inga Þór Guðmundssyni, forstöðumanns sölu- og markaðssviðs Flugfélags Íslands, í tilkynningu frá félaginu.

Tilkynnt verður um nöfnin í febrúar en í vinning er flug fyrir tvo til Ilulissat á Grænlandi, ásamt gistingu í tvær nætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert