„Ákveðin lífæð sem stoppar“

Verkfallið mun hafa gífurleg áhrif, að mati Guðmundar Ragnarssonar.
Verkfallið mun hafa gífurleg áhrif, að mati Guðmundar Ragnarssonar.

Allt stefnir í að verkfall bresti á hjá vélstjórum og skipstjórnendum á kaupskipum í millilandasiglingum á miðnætti 1. febrúar, aðfaranótt þriðjudags.

Samningafundur var haldinn í dag en hann bar engan árangur. Næsti fundur er boðaður á mánudaginn, rétt áður en verkfallið á að hefjast. „Það lýsir kannski ástandinu í viðræðunum að menn töldu ekki ástæðu til að eyða helginni í að reyna að nálgast hver annan. Ef það kemur ekki nýtt útspil frá skipafélögunum sé ég ekkert sem breytir því að verkfall skellur á,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, VM.

Verkfallið nær til um 90 til 100 starfsmanna Samskipa og Eimskips. Skipin eru sjö talsins, fimm hjá Eimskip og tvö hjá Samskipum.

Guðmundur Ragnarsson, formaður VM.
Guðmundur Ragnarsson, formaður VM.

Guðmundur segir að verkfallið muni stoppa allan inn- og útflutning og það muni hafa slæmar afleiðingar. „Samfélagið gengur út á þetta. Það er hætt við því að einhverja vöruflokka fari að vanta fljótlega ef aðstreymið stoppar. Síðan er þetta fiskútflutningur og fleira. Þetta er ákveðin lífæð sem stoppar,“ segir hann.

„98 prósent af öllum flutningum til og frá landsins eru með skipum. Þetta hefur gífurleg áhrif á þetta allt saman.“

Frétt mbl.is: Þvingaðir til aðgerða

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert