„Húsið er friðað“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Styrmir Kári

„Það er furðulegt hvað borgaryfirvöld eru allt í einu til í að leyfa niðurrif jafnvel friðaðra húsa til að troða inn nýjum stórhýsum þar sem þröngt er fyrir,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Facebooksíðu sína.

Tilefnið er grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær sem íbúar sem búa í nágrenni við Menntaskólann í Reykjavík skrifa. Greinin hefur yfirskriftina „Ert' ekki að grínast? Er þetta í alvöru að gerast?“.

Í greininni segir m.a.: „Svo virðist sem íslenska ríkið sé í þann mund að hefja umfangsmiklar byggingaframkvæmdir á þessum söguslóðum sem valda munu stórfelldum breytingum á ásýnd miðborgarinnar. Fyrst þarf reyndar að fjarlægja gamalt, löglega friðað hús KFUM og K sem gengur í dag undir nafninu Casa Christi.“

Sigmundur Davíð segir að greinin sé bæði áhugaverð og innihaldi mikilvægar upplýsingar. Hann tekur fram að ríkisstjórnin hafi engin áform um að láta rífa Casa Christi, sem útleggja má á íslensku sem Hús drottins.

„Elsti menntaskóli landsins hlýtur hins vegar að vilja varðveita söguna og gera upp Casa Christi frekar en að rífa það. Húsið er friðað og fyrst Minjastofnun leggst gegn niðurrifi ætti það að verða niðurstaðan,“ skrifar Sigmundur.

Hann furðar sig á framkvæmdum borgarinnar og vísar m.a. í frétt sem birtist í Morgunblaðinu í dag, þar sem haft er eftir deild­ar­stjóra um­hverfis­eft­ir­lits hjá Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur að kvart­an­ir hafi borist frá íbú­um á svæðum þar sem verið er að þétta byggð í Reykjavík og þar sem fram­kvæmd­ir standi yfir.

Þetta er áhugaverð grein (http://www.visir.is/ert'...

Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 29. janúar 2016


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert