Frostið fór niður í 14 stig

Vikan mun einkennast af köldu lofti og snjórinn mun halda …
Vikan mun einkennast af köldu lofti og snjórinn mun halda sér. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Spáð er áframhaldandi norðanátt og kulda á morgun. „Það ætti að vera þurrt og bjart á flest öllum stöðum á landinu en einhver smá él fyrir norðan,“ segir Haraldur Eiríksson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Litlar breytingar verða í veðri frá því í dag og áframhaldandi frost.

Í dag fór frostið niður í fjórtán stig í heiðríkinu á Suðurlandi. Minna frost var fyrir norðan en þar var skýjaðra.

Haraldur segir að norðanáttin verði ríkjandi megnið af vikunni og að vikan muni einkennast að köldu lofti. Snjórinn mun því halda sér út vikuna.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Norðaustan 10-15 m/s og él, en 15-20 og snjókoma á Vestfjörðum. Úrkomulítið SV-lands. Frost 1 til 13 stig, mest í innsveitum.

Á þriðjudag:
Norðan 10-15 m/s og él, en yfirleitt bjartviðri S-lands. Áfram talsvert frost.

Á miðvikudag:
Norðan- eða norðaustanáttir, víða él og kalt í veðri.

Á fimmtudag og föstudag:
Útlit fyrir norðaustanhvassviðri með snjókomu eða éljagangi og minnkandi frosti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert