VR fundar á mánudag vegna LIVE

Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR.
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR.

Stjórn VR mun funda á mánudaginn vegna kröfu Ástu Rutar Jónasdóttur um að kosning til stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LIVE) verði ógilt.

„Lögfræðingur okkar er að taka saman greinargerð til að svara lögmanninum hennar. Við munum tjá okkur í framhaldi af því,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR.

Helgi Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður, sendi stjórn VR bréf fyrir hönd Ástu þar sem kom fram að verulegir annmarkar hafi verið á framkvæmd kosningar til stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Þess vegna væri kosningin markleysa eða að minnsta kosti ógildanleg.

Frétt mbl.is: Kosningaréttur ekki tekinn af eftir geðþótta

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert