„Nú hlakka ég til að hitta Merkel“

Dagur Sigurðsson var hylltur í höllinni í Póllandi í kvöld.
Dagur Sigurðsson var hylltur í höllinni í Póllandi í kvöld. AFP

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sendi Degi Sigurðssyni, þjálfara þýska handknattleiksliðsins, hamingjóskir með Evrópumeistaratitilinn á Facebooksíðu sinni í kvöld. „Nú hlakka ég til að hitta Merkel og Co. á miðvikudaginn,“ skrifar ráðherra.

Sigmundur vísar til leiðtogafundar sem hann mun sækja í vikunni um málefni Sýrlands í London í boði forsætisráðherra Bretlands, Þýskalands, Noregs og Kúveit. 

Þetta er ofboðslega góð tilfinning

Til hamingju Dagur Sigurðsson (já og til hamingju Þýskaland) með stórkostlegan árangur! Gaman að skoða þýsku vefmiðlana. Nú hlakka ég til að hitta Merkel og Co. á miðvikudaginn.

Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 31. janúar 2016
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert