Tók leigubílsstjóra hálstaki

mbl.is/Jim Smart

Klukkan 4:31 í nótt óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglu en hann var staddur á Reykjanesbraut við Ásvelli. Maður sem var farþegi í bifreiðinni hafði ráðist á bílstjórann og tekið hann hálstaki.  Maðurinn var handtekinn og vistaður i fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

Um klukkan eitt voru höfð afskipti af tveimur mönnum í bifreið við Vatnsendaveg en þeir eru grunaðir um vörslu fíkniefna. Klukkan 4:03 var bifreið stöðvuð á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk.  Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna. Þá var maður handtekinn á veitingahúsi í Kópavogi klukkan 4:37 grunaður um líkamsárás en maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls.

Um klukkan 1 í nótt var maður handtekinn þar sem fólk var samankomið í þorrablóti, samkomuhús í Reykjadal.   Maðurinn var ofurölvi og óvelkominn á þessa skemmtun eins og segir í dagbók lögreglu.  Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu sökum ástands.

Klukkan 4:44 var maður handtekinn í Grafarvogi og grunaður um húsbrot, heimilisofbeldi og líkamsárás. Var hann vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls. Stuttu áður eða klukkan 4:40 var bifreið stöðvuð á Suðurlandsvegi við Vesturlandsveg.  Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og fór ekki að fyrirmælum lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert