Víða hægt að fara á skíði

Á skíðum í Tungudal.
Á skíðum í Tungudal. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Það verður opið á skíðasvæðinu í Bláfjöllum í dag frá kl. 10-17. Á Facebook síðu skíðasvæðisins kemur fram að Kóngurinn verði opnaður klukkan 9. Á að bæta í vind þegar líður á morguninn þannig að það gæti þurft að loka stólalyftum eitthvað fyrr.

Einnig er opið í Tungudal frá klukkan 10 til 16. Opið er á Seljalandsdal frá klukkan 10 og troðnar verða 2,5 -3,3 og 5 km brautir. Klukkan 7 var norðaustan átt, þrír metrar á sekúndu og léttskýjað. 7 stiga frost er á svæðinu.

Í Hlíðarfjalli verður opið frá klukkan 10-16. Klukkan 8 voru tveir metrar á sekúndu og átta stiga frost. Samkvæmt tilkynningu er búið að snjóa mikið og púðursnjór í fjallinu. 

Á Skíðasvæðinu í Stafdal verður opið í dag frá klukkan 10-16. Í tilkynningu kemur fram að ágæt spá sé fyrir daginn en talsvert frost. 

Skíðasvæðið á Siglufirði verður opið í dag frá kl 11-16. Klukkan 8:30 var 2-6 metrar á sekúndu, frosti 6 til 9 stig og léttskýjað. „færið er troðinn nýr snjór en það hefur snjóað ca 25-40 cm síðust 2 dag þannig að færið er mjúkt,“ segir í tilkynningu. 

Skíðasvæðið á Dalvík er einnig opið frá klukkan 10 til 16 í dag og skíðasvæði Tindastóls frá klukkan 11 til 16. Þar hefur bætt töluvert í snjóinn samkvæmt tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert