Nokkrir yfirheyrðir vegna bruna

Frá vettvangi brunans í gærmorgun.
Frá vettvangi brunans í gærmorgun. Ljósmynd/Vilhjámur H. Guðlaugsson

Rannsókn á bruna á Hótel Ljósalandi í Dalabyggð gengur vel að sögn Theodórs Þórðarsonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vesturlandi. Maður, sem var í morgun úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um íkveikju, verður í dag fluttur á Litla Hraun.

Að sögn Theodórs mun tæknideild lögreglu skoða vettvang brunans í dag í samstarfi við slökkvilið. Búið er að yfirheyra allnokkra og taka skýrslur af vitnum.

Eins og fram kom á mbl.is fyrr í dag var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á fimmtudag.

Laust fyr­ir klukk­an fimm í gær­morg­un barst til­kynn­ing um að ölvaður maður gengi ber­serks­gang við Hót­el Ljósa­land og fór lög­regla á vett­vang. Um hálf­tíma síðar barst til­kynn­ing­um að eld­ur væri laus í bygg­ing­unni og var slökkvilið kallað út. Maður­inn var hand­tek­inn á staðnum og færður í fanga­klefa. 

Sjón­varvott­ar sem mbl.is ræddi við í gærkvöldi sögðu að aðkom­an hafi verið mjög ljót og eld­ur­inn mik­ill. 

Eldurinn var mikill í upphafi.
Eldurinn var mikill í upphafi. Ljósmynd/Vilhjámur H. Guðlaugsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert