Beðið viðbragða frá þremenningunum

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. Skjáskot af Alþingi.is

Fangelsismálastjóri hefur brugðist við ósk embættis umboðsmanns Alþingis um upplýsingar, gögn og skýringar vegna kvörtunar Magnúsar Guðmundssonar, Ólafs Ólafssonar og Sigurðar Einarssonar sem allir hlutu dóm í Al Thani-málinu og afplána í fangelsinu að Kvíabryggju.

Kvörtunin þremenninganna snýr að störfum Páls Winkel fangelsismálastjóra og samskiptum við hann. Þeir saka Pál meðal annars um að hafa veitt bandaríska kvikmyndagerðarmanninum Michael Moore aðgang að fangelsinu til þess að ná myndum af þeim fyrir nýja heimildamynd sína. Frestur fangelsismálastjóra til að svara ósk umboðsmanns Alþingis rann út í gær.

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir í samtali við mbl.is að þeir sem báru fram kvörtunina hafa tækifæri til þess að gera athugasemdir við þau svör sem berast. Þegar þær liggja fyrir er málið tekið til afgreiðslu. Hann segist aðspurður vonast til þess að hægt verði að ljúka afgeiðslu málsins sem fyrst. Það eigi ekki að þurfa að taka langan tíma þegar öll gögn liggja fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert