Hafa rætt við mörg vitni

Hótel Ljósaland
Hótel Ljósaland ljósmynd/Vilhjámur H. Guðlaugsson

Rannsókn á brunanum á Hótel Ljósalandi, Skriðulandi í Saurbæ í Dalabyggð aðfararnótt sunnudagsins er enn í gangi og miðar henni vel samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi. Rannsóknarvinnu er að mestu lokið á brunavettvangi að sögn lögreglu og hafa skýrslur verið teknar af mörgum vitnum.

Karlmaður sem handtekinn var í tengslum við brunann var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 4. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Hann er grunaður um að hafa kveikt í hótelinu.

Lögreglunni barst tilkynning laust fyrir klukkan fimm um morguninn um að ölvaður maður gengi berserksgang við hótekið og fóru lögreglumenn á vettvang. Um hálftíma síðar barst tilkynningum að eldur væri laus í byggingunni og var slökkvilið kallað út. Maðurinn var handtekinn á staðnum og færður í fangaklefa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert