Rannsókn á lögreglumanni langt komin

Lögreglustöðin Hverfisgötu
Lögreglustöðin Hverfisgötu mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Lög­reglumaður­inn sem sakaður hef­ur verið um óeðli­leg sam­skipti við brota­menn í störf­um sín­um hjá fíkni­efna­deild lög­regl­unn­ar er enn til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Ólafur Hauksson, héraðssaksóknari, segir rannsóknina langt á veg komna og búið sé að taka talsvert af skýrslum í málinu.

Maðurinn var leystur frá störfum um miðjan janúarmánuð í stundarsakir, en hann hafði áður verið fluttur til í starfi innan lögreglunnar vegna ásakana um hvernig samskiptum hans væri háttað við brotamenn.

Ekki er um að ræða sama mál og þar sem lög­reglumaður var sett­ur í gæslu­v­arðhald eft­ir að sak­sókn­ara barst í hend­ur upp­taka af óeðli­leg­um sam­skipt­um hans við brota­mann. Sá var einnig leyst­ur frá störf­um á mánu­dag­inn. Menn­irn­ir eiga það þó sam­eig­in­legt að hafa báðir starfað inn­an fíkni­efna­deild­ar lög­regl­unn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert