Útboðið dregið til baka

Horft yfir Grensásveg til norðurs.
Horft yfir Grensásveg til norðurs. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur dregið til baka útboð vegna fyrirhugaðrar þrengingar Grensásvegar.

Útboðið var samþykkt í borgarráði en átti eftir að fara til umræðu í borgarstjórn. Mun verkefnið því ekki slegið af borðinu sem slíkt, nema annað verði ákveðið í borgarstjórn.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg er beðist velvirðingar á frestun útboðsins.

„Um er að ræða  breytingar á götu og endurgerð gangstétta og gerð hjólastíga á Grensásvegi, frá Miklubraut í norðri að Bústaðavegi í suðri. Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til 1. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar,“ segir í tilkynningunni.

 Fréttir mbl.is:

Fækka akreinum og leggja göngu- og hjólastíga

Una vel við breytingar á Grensásvegi

Ofbeldi gegn bílum

Framkvæmdir að kröfu íbúa

Enn stefnt að þrengingu Grensásvegar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert