„Snúið af breiðgötu sturlunarinnar“

Frá Ísafirði
Frá Ísafirði mbl.is/Kristinn

Bæjaryfirvöld á Ísafirði hafa ákveðið að fjarlægja skilti í Sundhöll Ísafjarðar þar sem gestum í sánaklefanum var gert að klæðast sundfatnaði eða sveipa sig handklæði. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta.

„Ég get auðvitað ekki talað fyrir aðra þá sem rituðu undir bréfið, en vona innilega að Finnarnir fyrirgefi okkur nú þegar við höfum loks snúið af breiðgötu sturlunarinnar, aftur á hinn vandrataða stíg skynseminnar,“ segir Eiríkur Örn Norðdahl um ákvörðun bæjaryfirvalda


Eiríkur Örn skrifaði opið bréf ásamt níu manns þar sem skorað var á Ísafjarðarbæ að taka niður skiltið og setja upp annað þar sem fólk verði beðið um að skilja sundfatnað eftir fyrir utan klefann. Eftir að skiltið var tekið niður er fólki í sjálfsvald sett hvort það klæðist sundfatnaði eða jafnvel bara engu í klefanum. Þrátt fyrir að sundfatnaður verði ekki bannaður í klefanum lýsir Eiríkur Örn yfir fullnaðarsigri fyrir sína parta og segir að þrátt fyrir sósíalískar hvatir sínar, ekki endilega vera talsmaður þess að hið opinbera blandi sér í öll mannsins mál, að því er segir á vef Bæjarins besta.

Rassinn er ekki hættulegur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert