Vilja grafa í gegnum Heimaklett

Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum. mbl.is/Árni Sæberg

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyjabæjar er hlynnt bættu aðgengi að Löngu en vill að áhugahópur sem Árni Johnsen fer fyrir um að gera göngugöng um Neðri Kleifar undir Löngu skili frekari gögnum um mögulegar framkvæmdir. Erindi hópsins var tekið fyrir á fundi ráðsins í vikunni.

Í því er óskað eftir að ráðið hrindi af stað skipulagslegri úttekt á göngum sem Árni segir í bréfi sínu að verði fjórir metrar á hæð, fjórir metrar að breidd og sjötíu metra löng um Neðri Kleifar að Löngu.

Í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðið kemur fram að það óski eftir frekari gögnum í ljósi umfangs og inngripa í náttúruna, þar á meðal staðfestri kostnaðaráætlun, fjármögnunarleiðum og framkvæmdaáætlun.

Ráðið felur jafnframt skipulagsfulltrúa og framkvæmdastjóra umhverfis- og skipulagssviðs bæjarins að ræða við Árna og taka saman minnisblað um mögulega valkosti um ætt aðgengi að Löngu og leggja fyrir ráðið.

Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyjabæjar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert