Um 15 manns fastir í Víðidal

Frá óveðri á Holtavörðuheiði vorið 2015.
Frá óveðri á Holtavörðuheiði vorið 2015.

Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í Víðihlíð og dveljast þar nú um 15 manns að sögn lögreglunnar á Blönduósi. 

Fólkið er að sögn úr nokkrum bílum og mestmegnis Íslendingar og er unnið að því að koma fólkinu í gistingu á bæjum í kring. Lögreglan segir veðrið afar skrítið þessa stundina þar sem rjómablíða sé á Blönduósi en sunnan við sé „allt kolvitlaust“.

Björgunarsveitir frá Hvammstanga hafa unnið hörðum höndum að því að aðstoða alla þá sem lenda í vandræðum og segir lögregla það bæði taka til ferðalanga á Holtavörðuheiði og í Víðidal þar sem nokkuð hefur verið um festur og útafakstra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert