Sakhæfi í manndrápsmáli endurmetið

Lög­reglu­menn leiða árás­ar­mann­inn í burtu í októ­ber í fyrra.
Lög­reglu­menn leiða árás­ar­mann­inn í burtu í októ­ber í fyrra. Júlíus Sigurjónsson

Gert verður nýtt mat á því hvort maðurinn sem ákærður er fyrir manndráp við Miklubraut í október sé sakhæfur. Verða tveir geðlæknar fengnir sem dómkvaddir matsmenn, en áður hafði maðurinn verið metinn ósakhæfur. Ríkissaksóknari fór aftur á móti fram að gert yrði nýtt mat og varð héraðsdómur við því við fyrirtöku málsins í dag. Rúv segir frá málinu.

Karl­maðurinn er á fer­tugs­aldri og játaði sök þegar mál gegn hon­um vegna mann­dráps í bú­setukjarna Reykja­vík­ur­borg­ar við Miklu­braut í októ­ber var þing­fest í Héraðsdómi Reykja­vík­ur. Hann er ákærður fyr­ir að hafa stungið mann á sex­tugs­aldri 47 sinn­um með hnífi.

Mann­drápið átti sér stað að kvöldi fimmtu­dags­ins 22. októ­ber í fyrra. Báðir menn­irn­ir bjuggu í hús­inu. Í ákær­unni kem­ur fram að ákærði hafi stungið fórn­ar­lambið 47 sting­um í lík­amann. Hníf­ur­inn hafi meðal ann­ars gengið inn í hjarta og lif­ur manns­ins sem hlaut bana af.

Auk refs­ing­ar vegna mann­dráps­ins ger­ir rík­is­sak­sókn­ari kröfu um að maður­inn sæti ör­ygg­is­gæslu á viðeig­andi stofn­un. Einka­rétt­ar­krafa er einnig uppi í mál­inu og hljóðar upp á þrjár millj­ón­ir króna í skaðabæt­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert