Dýpkunarskip kom með flutningaskipi

Rolldock Storm með Galilei 2000 um borð við Skarfabakka í …
Rolldock Storm með Galilei 2000 um borð við Skarfabakka í gær. Löndun lýkur ekki fyrr en eftir helgi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dýpkunarskipið Galilei 2000 kom til landsins í gær en það fer til dýpkunarframkvæmda í Landeyjahöfn á næstu vikum.

Leiðin til landsins var óhefðbundin en skipið kom um borð í öðru skipi, flutningaskipinu Rolldock Storm, sem hafði verið á siglingu með það frá Síle síðan 30. desember sl.

Skipin lögðust að Skarfabakka en lönduninni lýkur ekki fyrr en eftir helgi þar sem sökkva þarf Rolldock til að Galilei komist á flot.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert