Læknaskortur á Skaganum

Mikil mannekla hefur verið á læknasviði heilsugæslunnar á Akranesi og tafir orðið á þjónustu við íbúa svæðisins. Hefur þetta einkum átt við þá sem þurfa á þjónustu læknis að halda.

„Ákaft er leitað eftir læknum til starfa en til þessa hefur sú vinna ekki skilað árangri en áfram er unnið að lausn á vandanum. Þetta kann að valda íbúum einhverjum óþægindum en aðkallandi verkefni eru leyst eins og frekast er kostur. Starfsfólk óskar vinsamlegast eftir að tillit verði tekið til þessara aðstæðna þegar leitað er eftir þjónustu á stöðinni,“ sagði á vef Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi, HVE, 26. janúar sl.

Guðjón S. Brjánsson, forstjóri HVE, sagði við Morgunblaðið í gær að í raun væri staðan óbreytt síðan þessi tilkynning var sett á vef stofnunarinnar. Hins vegar stæðu yfir viðræður við nokkra lækna um að koma til samstarfs við heilsugæsluna og hugsanlega gætu þau mál skýrst betur í vikunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert