Samstaða gegn Rússum mikilvæg

Frá fundinum í morgun.
Frá fundinum í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meðal þess sem rætt var á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Alþingis og Evrópuþingsins í morgun var þátttaka Íslands í refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Lögðu fulltrúar Íslands áherslu á það á fundinum, sem fram fer í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík, að mikilvægt væri að senda Rússum skýr skilaboð um samstöðu ríkjanna sem ættu aðild að aðgerðunum með því að draga úr skaða vegna gagnaðgerða Rússa.

Viðstaddir fundinn voru tveir þingmenn af Evrópuþinginu, þau Jørn Dohrmann sem er annar formaður þingmannanefndarinnar ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins, og Catherine Stihler. Dohrmann situr á Evrópuþinginu fyrir Danska þjóðarflokkinn en Stihler fyrir breska Verkamannaflokkinn. Auk þeirra sat fundinn af hálfu Evrópusambandsins Claude Maerten, deildarstjóri hjá utanríkisþjónustu sambandsins.

Fulltrúar Evrópusambandsins tóku undir mikilvægi þess að aðildarríki refsiaðgerðanna gegn Rússlandi sýndu samstöðu gagnvart málinu og óskuðu eftir upplýsingum frá fulltrúum utanríkisráðuneytisins sem sátu fundinn um efnahagsleg áhrif gagnaðgerða Rússa gegn Íslandi. Fóru þeir Stefán Haukur Jóhannesson ráðuneytisstjóri og Högni S. Kristjánsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu ráðuneytisins yfir stöðu mála.

Hvergi umræða eins og á Íslandi

Einnig var rætt um umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið í kjölfar fyrirspurnar frá Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Pírata. Sagði hún mismunandi skilaboð berast um stöðu umsóknarinnar. Spurði hún fulltrúa sambandsins hvort hægt yrði að hefja umsóknarferlið þar sem frá hafi verið horfið ef vilji væri fyrir því. Lét Maerten nægja að ítreka að Evrópusambandið virti ákvörðun Íslands um að hætta viðræðunum.

Guðlaugur Þór sagði af þessu tilefni að á ferðum hans um Evrópu hefði hann hvergi orðið var við umræðu eins og færi fram hér á landi um Evrópusambandið. Hér á landi væri talað eins og ekki væri ljóst hvað vera í sambandinu þýddi en í öðrum Evrópuríkjum væri engin óvissa ríkjandi um það. Þetta sýndi sig síðan í ólíkum skoðanakönnunum hér á landi um afstöðuna til inngöngu í Evrópusambandsins og áframhaldandi viðræðna.

Stefán Haukur sagði stefnu íslenskra stjórnvalda skýra og vísaði í bréf Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til Evrópusambandsins í byrjun síðasta árs. Viðræðum um inngöngu í sambandið hefði verið hætt og Ísland væri ekki lengur umsóknarríki. Það hefði ennfremur verið staðfest af Evrópusambandinu.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók einnig til máls og lagði áherslu á að þó ekki væri vilji til þess að ganga í Evrópusambandið hér á landi væru íslensk stjórnvöld mjög áfram um að standa við skuldbindingar sínar meðal annars vegna EES-samningsins.

Guðlaugur Þór Þórðarson og Jørn Dohrmann á fundinum í morgun.
Guðlaugur Þór Þórðarson og Jørn Dohrmann á fundinum í morgun. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Veður gengur niður

Í gær, 23:59 Gular og appelsínugular viðvaranir sem hafa verið í gildi eru ýmist dottnar út eða detta út á allra næstu klukkustundum. „Þetta er allt á réttri leið,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á vakt á Veðurstofu Íslands. Meira »

Stundum leynast merki í töluboxi

Í gær, 22:25 „Kúnstin við að safna er alltaf sú sama, að afmarka sig með einhverjum hætti. Annars tapast yfirsýnin. Áhuginn hverfur oft líka ef fólk afmarkar sig ekki, því þá er ekki hægt að dýpka sig í neinu,“ segir Eiríkur Jón Líndal, formaður Myntsafnarafélags Íslands, en það fagnar 50 ára afmæli nú um helgina með stórsýningu. Meira »

Komu í leitirnar nær þrjátíu árum seinna

Í gær, 22:10 Stundum getur raunveruleikinn reynst ótrúlegri en nokkur lygasaga. Það upplifðu þeir félagar Þorfinnur Sigurgeirsson, grafískur hönnuður og myndlistarmaður, og Magnús Valur Pálsson, grafískur hönnuður og kennari, nú í vikunni, en þá hafði Þorfinnur samband við Magnús eftir að hafa fengið skilaboð frá ókunnugri konu á Facebook. Meira »

Verkfallsvarsla verður efld til muna

Í gær, 21:55 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það „svívirðilegt“ að fólk hafi sýnt einbeittan brotavilja þegar kemur að verkfallsbrotum. Hún vill efla verkfallsvörslu til muna í næstu viku þegar næstu tvö verkföll eru fyrirhuguð. Meira »

Á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig

Í gær, 21:28 Það er á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig að meta hvort það geti krafist þess að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

Foktjón og fastir bílar víða um land

Í gær, 20:54 Kalla þurfti til björgunarsveitir á Reyðarfirði í kvöld vegna fjúkandi þakplatna og brotinna rúða, en aftakaveður er á svæðinu líkt og víðast hvar á landinu. Á milli 70 og 80 björgunarsveitarmenn hafa sinnt útköllum það sem af er degi. Meira »

Tveir Íslendingar hlutu 100 þúsund

Í gær, 20:43 Tveir Íslendingar hlutu annan vinning í Jóker í útdrætti Eurojackpot í kvöld og fær hvor um sig 100 þúsund krónur í sinn hlut. Meira »

Ástand sem getur ekki varað lengur

Í gær, 20:05 Dagurinn hefur verið ákaflega annasamur að sögn formanns FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center Hotels. „Við erum búin að ljúka herbergjunum, þannig að nú eru veitingastaðirnir eftir,“ segir hann og kveðst vera á leiðinni í uppvaskið. Meira »

Skilti leyfð á afmörkuðu svæði

Í gær, 19:59 Skilti og útstillingar fyrirtækja á Laugavegi mega vera á afmörkuðum stöðum. Annað hvort við framhlið byggingar eða á svokölluðu millisvæði en aldrei á göngusvæði. Reglur um afnot af borgarlandinu vegna skilta og útstillinga voru samþykktar í febrúar 2017. Meira »

Seinkunin algert aukaatriði

Í gær, 19:20 „Við erum í skýjunum með það hversu vel þetta heppnaðist. Það má segja að allt hafi gengið eftir áætlun þrátt fyrir smá seinkun,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, um skorstein Sementsverksmiðjunnar sem jafnaður var við jörðu í dag. Meira »

Krefst endurupptöku á máli Zainab

Í gær, 18:37 Lögmaður fjölskyldu Zainab Safari hefur farið fram á endurupptöku máls fjölskyldunnar hjá kærunefnd útlendingamála á grundvelli breyttra aðstæðna. Í samtali við mbl.is segir Magnús Norðdahl að atburðir dagsins hafi sýnt það svart á hvítu hversu sterk tengsl fjölskyldan hefði myndað hér á landi. Meira »

Þarf að greiða Guðmundi 1,2 milljónir

Í gær, 18:21 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjaness og dæmt blaðamanninn Atla Má Gylfason fyrir meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar Ómarssonar og til að greiða honum 1,2 milljónir króna í miskabætur. Meira »

Greiðsla úr sjóði háð þátttöku fólks

Í gær, 18:10 Á heimasíðu Eflingar kemur meðal annars fram að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku viðkomandi í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

50 björgunarsveitarmenn sinnt útköllum

Í gær, 17:56 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar til vegna bíla sem sem fastir eru í ófærð á Hellisheiði og í Þrengslum á sjötta tímanum í dag, en fyrir voru þar hópar björgunarsveita sem manna lokanir á Hellisheiði, Þrengslum og Lyngdalsheiði. Meira »

Þórður hlaut blaðamannaverðlaun ársins

Í gær, 17:36 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hlaut blaðamannaverðlaun ársins 2018 fyrir bókina Kaupthinking.  Meira »

Landsréttur sneri við nauðgunardómi

Í gær, 17:30 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknað karlmann af ákæru um kynferðisbrot gagnvart konu.  Meira »

Freyju mismunað vegna fötlunar

Í gær, 17:11 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaða dómsins að Freyju, fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar, hafi verið mismunað vegna fötlunar. Meira »

Minni snjókoma en spáð var

Í gær, 16:37 Snjókoman á höfuðborgarsvæðinu það sem eftir lifir dags verður líkast til mun minni er veðurspár gerðu ráð fyrir í gær.  Meira »

Fall skorsteinsins séð úr lofti

Í gær, 15:53 Fjölmargir fylgdust með þegar skorsteinn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi féll í dag. Sprengingin var tilkomumikil og mbl.is var á staðnum og myndaði úr lofti. Meira »
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Skattframtalsgerð einstaklingar/minni fé
Tek að mér gerð skattframtala fyrir einstaklinga og minni félög. Almennt bókhal...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...