Samstaða gegn Rússum mikilvæg

Frá fundinum í morgun.
Frá fundinum í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meðal þess sem rætt var á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Alþingis og Evrópuþingsins í morgun var þátttaka Íslands í refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Lögðu fulltrúar Íslands áherslu á það á fundinum, sem fram fer í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík, að mikilvægt væri að senda Rússum skýr skilaboð um samstöðu ríkjanna sem ættu aðild að aðgerðunum með því að draga úr skaða vegna gagnaðgerða Rússa.

Viðstaddir fundinn voru tveir þingmenn af Evrópuþinginu, þau Jørn Dohrmann sem er annar formaður þingmannanefndarinnar ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins, og Catherine Stihler. Dohrmann situr á Evrópuþinginu fyrir Danska þjóðarflokkinn en Stihler fyrir breska Verkamannaflokkinn. Auk þeirra sat fundinn af hálfu Evrópusambandsins Claude Maerten, deildarstjóri hjá utanríkisþjónustu sambandsins.

Fulltrúar Evrópusambandsins tóku undir mikilvægi þess að aðildarríki refsiaðgerðanna gegn Rússlandi sýndu samstöðu gagnvart málinu og óskuðu eftir upplýsingum frá fulltrúum utanríkisráðuneytisins sem sátu fundinn um efnahagsleg áhrif gagnaðgerða Rússa gegn Íslandi. Fóru þeir Stefán Haukur Jóhannesson ráðuneytisstjóri og Högni S. Kristjánsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu ráðuneytisins yfir stöðu mála.

Hvergi umræða eins og á Íslandi

Einnig var rætt um umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið í kjölfar fyrirspurnar frá Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Pírata. Sagði hún mismunandi skilaboð berast um stöðu umsóknarinnar. Spurði hún fulltrúa sambandsins hvort hægt yrði að hefja umsóknarferlið þar sem frá hafi verið horfið ef vilji væri fyrir því. Lét Maerten nægja að ítreka að Evrópusambandið virti ákvörðun Íslands um að hætta viðræðunum.

Guðlaugur Þór sagði af þessu tilefni að á ferðum hans um Evrópu hefði hann hvergi orðið var við umræðu eins og færi fram hér á landi um Evrópusambandið. Hér á landi væri talað eins og ekki væri ljóst hvað vera í sambandinu þýddi en í öðrum Evrópuríkjum væri engin óvissa ríkjandi um það. Þetta sýndi sig síðan í ólíkum skoðanakönnunum hér á landi um afstöðuna til inngöngu í Evrópusambandsins og áframhaldandi viðræðna.

Stefán Haukur sagði stefnu íslenskra stjórnvalda skýra og vísaði í bréf Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til Evrópusambandsins í byrjun síðasta árs. Viðræðum um inngöngu í sambandið hefði verið hætt og Ísland væri ekki lengur umsóknarríki. Það hefði ennfremur verið staðfest af Evrópusambandinu.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók einnig til máls og lagði áherslu á að þó ekki væri vilji til þess að ganga í Evrópusambandið hér á landi væru íslensk stjórnvöld mjög áfram um að standa við skuldbindingar sínar meðal annars vegna EES-samningsins.

Guðlaugur Þór Þórðarson og Jørn Dohrmann á fundinum í morgun.
Guðlaugur Þór Þórðarson og Jørn Dohrmann á fundinum í morgun. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Rifu ræsið burt til að laga holuna

16:07 „Við rifum bara ræsið burt og setjum nýtt,“ segir yf­ir­verk­stjóri Vega­gerðar­inn­ar á Ak­ur­eyri. Mbl.is greindi frá því um helgina að stærðar hola hefði myndaðist í gamla Vaðlaheiðar­veg­in­um og hafði jörðin opnaðist með þeim hætti að hefði bíll keyrt þar ofan í hefði hann geta stór­skemm­st. Meira »

Hafrannsóknastofnun leitar að togara

16:04 Ríkiskaup, fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar, hafa óskað eftir tilboðum í leigu á togara til að mæla stofna botnfiska á Íslandsmiðum. Að þessu sinni er óskað eftir einum togara á norðausturhorni landsins, en gert er ráð fyrir að leigan muni standa yfir í þrjár vikur í komandi marsmánuði. Meira »

Rannsókn lokið og vitna leitað

15:48 Rannsókn lögreglu á vettvangi brunans við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði á föstudagskvöld er lokið og hefur hann verið afhentur tryggingarfélagi. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök. Meira »

„Ísland á að vera eign þjóðarinnar“

14:57 „Þetta kemur eins og blaut tuska í andlitið á manni,“ segir Jóna A. Imsland um kaup breska kaupsýslumannsins Jim Ratcliffe á jörðum á Norðausturlandi. Jóna stendur fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á Alþingi að herða reglur um jarðakaup á Íslandi. Meira »

Í beinni: Er gætt að geðheilbrigði?

13:48 Öryrkjabandalag Íslands heldur í dag málþing þar sem farið er yfir stöðuna á stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum sem nú er á miðju tímabili. Fylgjast má með fundinum í beinni útsendingu. Meira »

Fresti sjóböðum og fjöruferðum

13:16 Vegna viðhalds á dælustöð við Arnarnesvog á morgun, þar sem sett verður á yfirfall á meðan, er ekki mælst til þess að fólk stundi sjóböð eða fjöruferðir við Arnarnesvog fram yfir helgi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Garðbæ. Meira »

Sagt upp vegna frammistöðuvanda

13:15 Áslaugu Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanni hjá Orku náttúrunnar, var sagt upp vegna frammistöðuvanda. Þetta kemur fram í tölvupóstsamskiptum Sigurðar G. Guðjónssonar, lögmanns Áslaugar Thelmu, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. Meira »

Hnífstungurannsókn á lokametrunum

13:02 Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hnífaárás við útibú Arion banka á Geislagötu á Akureyri er á lokastigum. Skýrslutökum er lokið en beðið er eftir niðurstöðum úr sýnarannsóknum. Þetta staðfestir rannsóknarlögreglan á Akureyri. Meira »

Furðar sig á kæru Landverndar

13:02 Erfitt er að skilja markmið Landverndar með kæru samtakanna til ESA, sem varðar samþykki Alþingis til að veita sjávarútvegsráðherra heimild til framlengingar fiskeldisleyfa. Þetta segir Sigurður Pétursson, stofnandi laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish, í opnu bréfi til framkvæmdastjóra Landverndar. Meira »

Barn beindi geisla að umferðinni

12:27 Sterkum grænum geisla var beint að umferð í Reykjanesbæ um helgina. Geislanum var meðal annars beint að bifreið lögreglumanns sem var á ferðinni og lék enginn vafi á hvaðan geislinn kom að sögn lögreglu. Meira »

Kanna hvort um fjárkúgun sé að ræða

12:02 Stjórn Orkuveitunnar hefur falið Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra OR, að fara yfir alla skýrsluna og gera tillögur um meðferð einstakra þátta sem fjallað er um í skýrslunni og leggja til viðeigandi málsmeðferð. Meira »

Setja 4,5 milljarða í kísilverksmiðju

11:58 Félagið Stakksberg áætlar að fjárfesta fyrir um 4,5 milljarða króna í úrbótum á kísilverksmiðju félagsins í Helguvík. Samkvæmt tilkynningu miða úrbætur að því að gera verksmiðjuna fullbúna til framleiðslu, koma til móts við athugasemdir íbúa í Reykjanesbæ og uppfylla skilyrði Umhverfisstofnunar. Meira »

Freista þess að flytja félagana heim

11:46 Fjallaleiðsögumaðurinn Leifur Örn Svavarsson er á leið til Nepal þar sem hann mun kanna möguleika á að flytja jarðneskar leifar þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar niður úr fjallinu Pumori og til höfuðborgarinnar Katmandú. Meira »

17 ára á 140 km hraða

11:40 Nokkrir ökumenn hafa verið kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á tæplega 140 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meira »

Viðgerðir ganga vel

11:01 Bráðabirgðaviðgerðir á flutningaskipinu Fjordvik hófust í fyrradag og ganga vel. Ljóst er að umfang skemmda á skipinu er gríðarlegt og að mikið verk verður að gera skipið hæft til siglinga. Meira »

Skýrslan kynnt í borgarráði á fimmtudag

09:50 Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur verður kynnt fyrir fulltrúum í borgarráði á fimmtudag. Meira »

Sýknudómar í stóra skattsvikamálinu

08:58 Landsréttur sýknaði fyrir helgi karl og konu í umfangsmiklu skattsvikamáli sem kom upp fyrir átta árum, eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að brot þeirra hafi verið fyrnd þegar að ákæra var gefin út. Héraðsdómur hafði áður sakfellt fólkið fyrir peningaþvætti af gáleysi. Meira »

Friða þyrfti stór svæði fyrir netum

08:30 Ef ætlunin er að fjölga í landselsstofninum þá er ekki önnur leið en að friða stór svæði fyrir grásleppunetum og koma í veg fyrir tilefnislaust dráp sela við ósa laxveiðiáa, segir meðal annars í frétt frá aðalfundi Samtaka selabænda. Meira »

Framkvæmdum er lokið í Kubba

08:18 Framkvæmdum lokið í fjallinu Kubba á Ísafirði. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Framkvæmdasýslu ríkisins.   Meira »
Póstkort
Langar þig að fá póstkort sent einhvers staðar úr heiminum? Þá er www.postcrossi...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið á: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cot...
ÞVOTTAVÉL
TIL SÖLU GÓÐ AEG ÞVOTTAVÉL. NÝ KOL. VERÐ 45Þ.Þ. UPPL. Í 822-4850....
3 manna Infrarauður Saunaklefi www.egat.is/infraredsauna.html
Verð: 289.000 Tilboð til 1 des 259.000 - hiti 30-75 C (því 60 - 75 er það sem...