Fjarðarheiði ófær og Oddskarð þungfært

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Fjarðarheiði er ófær og þungfært á Oddsskarði Oddsskarði og beðið með mokstur annars er snjóþekja og hálka á víða á vegum á Austurlandi og snjókoma með ströndinni. 

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er vetrarlegt veður í dag, snjókoma fyrir austan, dálítil él norðantil, en bjartviðri um landið suðvestanvert. Bætir í vind sunnantil á landinu þegar líður á daginn með snjókomu. Suðaustlæg átt í nótt og á morgun, 8-15 m/s, hvassast um landið austanvert. Snjókoma suðaustanlands og sums staðar talsverð snjókoma.

Í öðrum landshlutum verða él af og til og á það einnig við um höfuðborgarsvæðið. Fremur svalt í dag, en dregur síðan úr frosti, víða frostlaust við sjávarsíðuna á morgun, en vægt frost til landsins. Helgin lítur vel út, einkum sunnudagur, hægur vindur og sólríkt, en kalt í veðri. Á mánudag verður síðan mikil umbreyting í veðrinu, ört vaxandi suðaustan átt með talsverðri vætu og hlýnandi veðri.

Hálkublettir eru í Þrengslum en Hringvegurinn er auður á Suðurlandi en nokkur hálka er þar á öðrum vegum. Með ströndinni Suðaustanlands er hálka.

Snjóþekja er á Holtavörðuheiði en þæfingur er á Bröttubrekku og Fróðárheiði annars er víða hálka á Vesturlandi og Vestfjörðum og sums staðar er snjóþekja og skafrenningur.

Það éljar eða snjóar með köflum á Norðurlandi og þar er snjóþekja eða hálka víðast hvar en þæfingur er  Þverárfjalli og Siglufjarðarvegi frá Hofsós í Ketilás en þungfært þaðan í Siglufjörð. Þungfært er á Hálsum.

Á fimmtudag:
Suðaustanátt, 8-15 m/s. Snjókoma eða él, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust við suðurströndina.

Á föstudag:
Austlæg átt 8-13 m/s og él, einkum norðantil á landinu og suðaustanlands. Kólnar lítið eitt.

Á laugardag:
Austlæg átt 8-13 m/s. Dálítil él, en bjart að mestu suðvestan- og vestanlands. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum N-lands.

Á sunnudag:
Fremur hæg breytileg átt og víða léttskýjað, en líkur á stöku éljum úti við ströndina. Kalt í veðri.

Á mánudag:
Útlit fyrir ört vaxandi suðaustanátt með talsverðri snjókomu og síðar slyddu eða rigningu, einkum S- og V-lands. Hlýnandi veður.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir suðvestan átt með éljum og kólnandi veðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert