Mál bréfberans til rannsóknar

Á liðnu ári komu upp nokkur tilvik þar sem bréfberar …
Á liðnu ári komu upp nokkur tilvik þar sem bréfberar sinntu ekki skyldum sínum. Valdís Þórðardóttir

Bréfberi Póstsins sem geymdi póst sem átti að bera út í Kópavogi undir lok síðasta árs hefur verið kærður til lögreglu og er mál hans til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrri frétt: Bréfberi rekinn og kærður

Samkvæmt upplýsingum frá Póstinum hefur ekki bæst við þann fjölda bréfa sem ekki vour borin út. Farið verður yfir verkferla hjá Póstinum á næstunni til þess að reyna að koma í veg fyrir að mál sem þessi endurtaki sig en sambærileg mál hafa komið upp nokkrum sinnum á síðustu árum.

Frétt mbl.is um fyrri mál: Ítreka skyldur póstsins

Síðast þegar slík mál komu upp fór starfsmannastjóri Póstsins á allar dreifingarstöðvar og ítrekaði alvarleika málsins á fundum með starfsfólki. Viðbrögðin nú eru í skoðun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert