60% óku yfir á rauðu ljósi

mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Í 60% tilfella óku einn eða fleiri bílstjórar yfir á rauðu ljósi á gatnamótum hjá Olís við Fjallkonuveg í Grafarvogi þegar fylgst var með umferðinni þar nýverið að morgni til. Aðstæður voru ekki góðar en hálka var á götunum. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá VÍS. 

Engu að síður fóru nú fleiri yfir á rauðu en í fyrri  könnunum VÍS þar sem að meðaltali hefur verið farið yfir á öðru hverju rauðu ljósi. Í hvert skipti fóru einn til þrír öku­menn yfir á rauðu ljósi, því fleiri eft­ir því sem um­ferðin jókst.  

Á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar voru ökumenn ekki alveg eins kræfir síðdegis. Samt sem áður var ekið þar gegn rauðu ljósi í annað hvert skipti. 

„Sekt við því að aka yfir á rauðu er 15.000 kr. ásamt því að viðkomandi fær tvo punkta í ökuferilsskrá sína. Það eru smámunir miðað við þær alvarlegu afleiðingarnar og varanlegt líkamstjón sem þetta athæfi getur haft, bæði fyrir þann sem ekið er á þann sem veldur slysinu. Sök þess sem fer yfir á rauðu er algjör,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert