Bréf Árna Páls kom á óvart

Oddný Harðardóttir
Oddný Harðardóttir

Bréf Árna Páls Árnasonar í dag kom Oddnýju Harðardóttur, samráðherra hans í síðustu ríkisstjórn, á óvart. Þar útlistar Árni ýmis mistök sem hann segir hafa verið gerð af hálfu Samfylkingarinnar.

„Bréfið kom mér á óvart,“ sagði Oddný í samtali við mbl.is. „Ég hef talið það mikilvægast fyrir okkur í Samfylkingunni að horfa til framtíðar og hugsa það hvernig við getum best talað fyrir jafnaðarmannastefnunni.“

Að svo stöddu vildi hún ekki tjá sig efnislega um þau atriði sem Árni nefnir í bréfi sínu.

Frétt mbl.is: Fari ekki inn í óbreytt valdakerfi

Í bréfinu gerir Árni upp síðasta kjörtímabil og greinir þau atriði sem hann telur myllusteina um háls Samfylkingarinnar nú.

mbl.is