Burðardýr dæmt fyrir kókaínsmygl

AFP

Þjóðverji, sem hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 7. desember, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir smygl á rúmlega 150 grömmum af kókaíni.

Í dómi héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi játað bro sitt en hann flutti hingað til lands 150,69 g af kókaíni, sem hafði að meðaltali 73% styrkleika, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Maðurinn kom með fíkniefnin falin í 15 pakkningum í líkama sínum en hann kom með flugi frá Berlín.

Við ákvörðun refsingar var lagt til grundvallar að maðurinn var burðardýr og að hann hafi flutt efnin hingað til lands gegn þóknun. Eins skiptir máli að hann hefur aldrei áður sætt refsingu. Manninum er einnig gert að greiða tæplega 1,2 milljónir króna í sakarkostnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert