Íslensk kona í gæsluvarðhaldi í Kanada

Konan situr í gæsluvarðhaldi í Kanada.
Konan situr í gæsluvarðhaldi í Kanada. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslensk kona situr nú í gæsluvarðhaldi í Kanada en hún er grunuð um umtalsvert fíkniefnasmygl og bíður nú dóms.

Þetta kemur fram á Vísi. Þar kemur fram að málið teygi anga sína til Mexíkó og Kanada og var það til rannsóknar hjá íslensku lögreglunni í samvinnu við lögreglu í Kanada. Í samtali við Vísi segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, að málið sé nú á forræði kanadísku lögreglunnar.

Samkvæmt heimildum Vísis var konan með kókaín í fórum sínum. Í samtali við blaðamann Vísis vildi Friðrik Smári ekki segja til um hversu mikið magn var að ræða. 

Ekki hefur náðst í Friðrik Smára vegna málsins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert