Leidd fyrir dómara í fíkniefnamáli

Fram kemur í frétt Rúv að konan hafi verið handtekin …
Fram kemur í frétt Rúv að konan hafi verið handtekin á Pearson alþjóðaflugvellinum í Toronto. mynd/Wikipedia

Íslensk kona, sem handtekin var á alþjóðaflugvellinum í Toronto í desember, verður leidd fyrir dómara í næstu viku.Þetta kemur fram á vef Rúv.

Þar er haft eftir yfirmanni hjá Konunglegu kanadísku riddaralögreglunni, að rannsókn standi yfir. Konan var með tæpt kíló af kókaíni í fórum sínum.

Fram kemur, að málið hafi upphaflega verið til rannsóknar hjá lögreglu á Íslandi í samvinnu við kanadísk lögregluyfirvöld, sem síðar tóku það yfir.  

Konan var handtekin á alþjóðaflugvellinum Pearson þann 18. desember síðastliðinn af fulltrúum Konunglegu kanadísku riddaralögreglunnar, og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. aftur til Kanada.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert