Ráðuneytið í sambandi við íslensku konuna

Utanríkisráðuneytið.
Utanríkisráðuneytið. mbl.is/Kristinn

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur leitast við að aðstoða íslenska konu sem situr í gæsluvarðhaldi í Kanada, en þar var hún handtekin með fíkniefnu í fórum sínum. Starfsmenn ráðuneytisins hafa verið í sambandi við konuna.

Þetta kemur fram á vef Rúv, en Vísir greindi fyrst frá máli konunnar í dag. Þar kom fram að konan hefði verið handtekin með mikið magn fíkniefna í Kanada. Málið er sagt teygja sig til Mexíkó. 

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að íslensk lögregluyfirvöld hafi unnið málið í samvinnu við lögregluyfirvöld í Kanada, sem hefur nú tekið yfir rannsókn málsins. 

Fréttastofa Rúv segist hafa heimildir fyrir því að konan hafi verið með nokkur kíló af kókaíni í fórum sínum þegar hún var stöðvuð.

Íslensk kona í gæsluvarðhaldi í Kanada

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert