„Haugur af þorski á allri slóðinni“

Vel hefur gengið í vetur hjá Vigfúsi Vigfússyni og hans …
Vel hefur gengið í vetur hjá Vigfúsi Vigfússyni og hans mönnum á Dögg SU, en ekki var róið í gær vegna brælu á miðunum. Myndin er tekin á Höfn í Hornafirði í gær þar sem áhöfnin býr Ljósmynd/Óðinn Eymundsson

„Þetta gengur vanalega ef það er róið, það fæst lítið heima í stofu,“ segir Vigfús Vigfússon, skipstjóri á Dögg SU 118. Vel hefur gengið hjá honum það sem af er ári og kom þessi 15 tonna bátur með 217 tonn að landi í Stöðvarfirði í janúar.

Mest kom Döggin með rúmlega 20 tonn í einum róðri, en flestir túrarnir skiluðu meira en 10 tonnum. „Báturinn er orðinn síður þegar 20 tonn eru kominn í hann,“ segir Vigfús hógvær í viðtali í Morgunblaðinu í dag.

Frá upphafi fiskveiðiársins hafa þeir komið með 485 þorskígldistonn að landi, en byrjuðu þó ekki að róa fyrr en komið var fram í október. Vigfús segist lítið vera í tölfræðinni hvað varðar afla í einstaka róðri eða mánuði. Hann passi sig þó á að vera réttum megin við strikin gagnvart Fiskistofu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert