Herkúles við flugskýlið í Keflavík

Flutningavél bandaríska flughersins lenti á Keflavíkurflugvelli skammt eftir hádegi í dag. Vélin er af gerðinni Lockheed C-130 en vélar af þeirri gerð kallast í daglegu tali Herkúles.

Á myndinni má sjá hvar vélin býst til að hefja sig til flugs. Í bakgrunni er flugskýlið sem bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur hug á að breyta líkt og mbl.is hefur áður greint frá.

Jón B. Guðnason hjá Landhelgisgæslunni segir í samtali við mbl.is að vélar sem þessar eigi næstum daglega leið um Keflavíkurflugvöll, og þá ekki einvörðungu frá Bandaríkjunum heldur öðrum þjóðum innan Atlantshafsbandalagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert