Ósonlagið 60% af þykkt sinni

Ósonlagið er þunnt yfir Íslandi um þessar mundir.
Ósonlagið er þunnt yfir Íslandi um þessar mundir. mbl.is/Golli

Árni Sigurðsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að ósonlagið yfir Íslandi sé u.þ.b. 60 prósent af þeirri þykkt sem það var fyrir viku síðan, og verður aftur eftir viku. Veðurstofa Íslands varaði útivistarfólk við því að dvelja lengi í sól í dag án þess að verja sig gegn sólargeislum, til dæmis með sólgleraugum og sólarvörn.

Frétt mbl.is: Óvenjulágt óson yfir Íslandi

Að sögn Árna er þykkt ósonlagsins óreglulegt, og fara svokallaðar holur yfir landið um þessar mundir. Hleypir ósonlagið þá meira af útfjólubláu ljósi í gegnum sig sem getur haft skaðleg áhrif. Hann segir að sól sé lágt á lofti og því sé hún ekki mjög skaðleg, en segir að taka þurfi það með inn í myndina að sólargeislarnir magnast upp þegar þeir endurkastast á snjónum.

Á vef Veðurstofu Íslands segir að ósonlagið sé að finna í heiðhvolfi lofthjúpsins, einkum í 10 til 30 km hæð á okkar breiddargráðum og hlífir þetta lag lífríki jarðar við útfjólublárri geislun frá sólu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert